Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst 20. nóvember 2011 16:37 Frá landsfundi. „Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira