NFL: Tebow tapaði - Denver réð ekki við Tom Brady og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2011 09:12 Tom Brady og Tim Tebow. Mynd/AP Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13. NFL Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Sjá meira
Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13.
NFL Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Sjá meira