Erlent

Rússland styður ekki kröfu um afsögn

"Kominn tími til að mannréttindabrot verði stöðvuð,“ segir Össur Skarphéðinsson
"Kominn tími til að mannréttindabrot verði stöðvuð,“ segir Össur Skarphéðinsson
Rússar taka ekki undir kröfu vestrænna ríkja um að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir nauðsynlegt að gefa Assad lengri tíma til að vinna að umbótum í landinu.

Í gær settu fjölmargar þjóðir, meðal annars Bandaríkin, Canada og Evrópusambandið, fram kröfu um að Assad segði af sér vegna ofbeldis gagnvart óbreyttum borgurum, fjöldahandtakna og pyntinga. Nú síðast tók Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, undir kröfuna og fordæmdi aðgerðir Sýrlenskra stjórnvalda.


Tengdar fréttir

Ríki ESB taka undir

Forsætisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands taka undir kröfu Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að Bashar al-Assad segi af sér.

Obama krefst afsagnar Assad

Bandaríkjaforseti kallar í dag opinberlega eftir því að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Þá hefur Obama einnig hótað auknum refsiaðgerðum sem ku vera mun harkalegri en hinar fyrri, verði Assad ekki við ósk Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×