Erlent

Ráðist á breskar skrifstofur

Talibanar segja árásirnar hugsaðar til að fríska uppá minni Englendinga.
Talibanar segja árásirnar hugsaðar til að fríska uppá minni Englendinga.
Breskar skrifstofur í Kabúl, Afghanistan, urðu fyrir árás nú í morgun. Minnst 9 manns létu lífið, þar af einn útlendingur. Í dag er helgidagur í Afghanistan, haldið er upp á sjálfstæði landsins undan breskri stjórn.

Talsmaður talíbana hefur gengist við árásunum. Hann segir að skotmörkin hafi jafnt verið bresku skrifstofurnar og gistiheimili sem eru þar í sama húsnæði. „Við réðumst á byggingarnar til að minna Englendinga á að við höfum unnið sjálfstæði okkar af þeim einu sinni og við getum gert það aftur," sagði hann.

Árásirnar voru margþættar, hófust með sjálfsmorðssprengingu en í kjölfarið fylgdi flokkur uppreisnarmanna, öskrandi og skjótandi útí loftið. Þegar lögreglan kom á staðinn braust fram skotbardagi. Í dag ríkti stríðsástand á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×