Erlent

Sprenging í Pakistan

Fjöldi manna lá á bæn þar sem nú stendur yfir heilagasti mánuður múslima, Ramadan.
Fjöldi manna lá á bæn þar sem nú stendur yfir heilagasti mánuður múslima, Ramadan.
Minnst 30 manns létust þegar sprengja sprakk í mosku í Pakistan þar sem hundruðir manna lágu á bæn. Unglingsstrákur sprengdi sjálfan sig í loft upp í aðalsal moskunnar nú fyrr í dag. Embættismaður á svæðinu býst við að allt að 40 manns hafi látist.

Sprengingin varð á svæði sem er mikilvægt fyrir Bandaríkin og Nato. Stór hluti byrða sem hugsaðar eru fyrir bandaríska herinn í Afghanistan þurfa að fara þar í gegn. Samband Bandaríkjanna og Pakistan er sérlega stirt um þessar mundir eftir að Bandaríkin handtóku og drápu Osama Bin Laden í Pakistönskum bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×