Erlent

Michele Bachmann lofar því að lækka bensínverð

Michele Bachmann eitt af forsetaefnum Repúblikanaflokksins er byrjuð að gefa ýmis kosningaloforð sem vakið hafa athygli vestan hafs.

Fjallað er um eitt þeirra á CNN Money. Bachmann lofar því að hún muni sjá til þess að verð á bensíni fari niður fyrir 2 dollara á gallonið eða niður í um 50 krónur á lítrann komist hún til valda. Verðið er sem stendur 3,5 dollari á gallonið.

CNN Money segir að þarna sé Bachmann komin út á hálann ís því að verð á olíu ræðst á alþjóðlegum markaði sem Hvíta húsið hefur litla sem enga stjórn á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×