Erlent

Öflugur jarðskjálfti undan strönd Japans

Jarðskjálfti sem mældist 6,8 stig reið yfir úti fyrir ströndum Japans í morgun, á sama svæði og stóri skjálftinn í mars.

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en hún síðar dregin til baka. Skjálftinn varð á 20 kílómetra dýpi um 300 kílómetrum norðaustan við Tókíó. Þrátt fyrir að vera mun minni en skjálftinn í mars sem mældist 9 stig, þá fannst hann greinilega í Tókíó í dag og sveifluðust byggingar til og frá.

Lítið sem ekkert tjón virðist þó hafa orðið. Lestarsamgöngur hafa þó farið úr skorðum á stóru svæði vegna skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×