Erlent

Japanir eru mjög heiðarleg þjóð

Eftirköst jarðskjálftans mikla í Japan fyrir fimm mánuðum síðan sýna að Japanir eru upp til hópa mjög heiðarleg þjóð.

Þúsundir af húsum hrundu í jarðskjálftanum og síðan þá hefur verið unnið við að hreinsa rústirnar upp og koma þeim á brott. Við það starf hefur fundist mikið magn af peningum sem skilað hefur verið til lögreglunnar. Auk þess hefur um 5.700 peningaskápum skolað á land í Japan eftir skjálftann og þeim hefur einnig verið komið til lögreglunnar.

Samkvæmt frétt í Daily Mail hefur lögreglan tekið saman heildarupphæðina sem henni hefur borist og nemur hún tæpum 17 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×