Erlent

Vilja tryggingu frá Grikkjum

Meðan ráðamenn evruríkjanna deila er grannt fylgst með þróun markaða.nordicphotos/AFP
Meðan ráðamenn evruríkjanna deila er grannt fylgst með þróun markaða.nordicphotos/AFP
Snurða hljóp á þráð fyrirhugaðra björgunaraðgerða í þágu Grikklands í gær. Nú vilja ráðamenn í Austurríki, Slóveníu og Slóvakíu að Grikkir útvegi þeim tryggingaveð fyrir framlagi þessara ríkja til 109 milljarða neyðarláns, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætla að veita Grikkjum.

Hollendingar segjast einnig vilja fá tryggingu fyrir sínum hluta lánsins. Víða í Evrópuríkjum féllu hlutabréf banka í verði í gær, þar á meðal féllu stórir bankar í Bretlandi um 10 til 12 prósent.

Svo virðist sem fjárfestar hafi áhyggjur af því hve hægt gengur að koma efnahagslífi kreppulanda almennilega í gang og óttist jafnvel að stórir bankar lendi í erfiðleikum við að útvega sér fjármagn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×