Innlent

Starfsfólk Rauða krossins í bráðahættu - Myndband

Arnar Þór Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir starfsfólk hjá Rauða Krossinum hafa verið í bráðahættu þegar hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í morgun.

„Hann var með kveikjara á sér og tók í hann öðru hverju og hellti ítrekað yfir sig bensíni," sagði Arnar í morgun. „Það var komið bensín á starfsfólk og þá var ekki um annað að ræða en að stoppa hann."

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni með þessari frétt.


Tengdar fréttir

Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur

„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi.

Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt

"Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×