Erlent

Friðarviðræður í Líbíu fóru út um þúfur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hermaður úr röðum uppreisnarmanna bíður fyrirmæla eftir að friðarviðræðurnar fóru út um þúfur.
Hermaður úr röðum uppreisnarmanna bíður fyrirmæla eftir að friðarviðræðurnar fóru út um þúfur. Mynd/ AFP.
Samningaviðræður uppreisnarmanna í Líbíu um að fylgjendur Gaddafis í borginni Bani Walid gæfust upp hafa farið út um þúfur. Í morgun vonuðust uppreisnarmennirnir hins vegar til þess að þeir gætu tekið borgina yfir án þess að til bardaga þyrfti að koma.

Einn af lykilmönnum úr samningahópi uppreisnarmanna sagði við BBC fréttastofuna að almenningur í borginni gæti sig hvergi hreyft. Menn væru hræddir um að stuðningsmenn Gaddafis myndu skjóta þá í hefndarskyni eða nota þá sem mannlega skyldi í skotbardögum. Hann sagði að það væri nú í höndum leiðtoga hersveita uppreisnarmannanna að ákveða hvað skyldi gera næst í stöðunni.

Bani Walid, sem er í um 150 kílómetra fjarlægð frá Trípoli, er einn fjögurra bæja í Líbíu sem er enn undir stjórn stuðningsmanna Gaddafís. Hinir eru Jufra, Sabha og Sirte. Sá síðastnefndi er jafnframt fæðingarbær Gaddafis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×