Erlent

Hópur fólks handtekinn fyrir að efna til vatnsslags

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk var hvatt til þess að mæta með vatnsbyssu. Mynd/ Getty.
Fólk var hvatt til þess að mæta með vatnsbyssu. Mynd/ Getty.
Hópur ungs fólks sem boðaði til vatnsslags í almenningsgarði í Teheran höfuðborg Írans var handtekinn vegna uppátækisins á föstudaginn. Boð voru send út um slaginn á Facebook og var fólk hvatt til að mæta með vatnsbyssur og vatnsblöðrur. Lögreglustjóri staðfestir við írönsku fréttastofuna Mehr að fólkið hafi verið handtekið. Hann segir að fólk sem taki þátt í gjörningi af þessu tagi sé annað hvort heimskt eða beri enga virðingu fyrir lögunum. Hann segir að hart verði tekið á þeim sem efni til slíkra viðburða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×