Erlent

Vonast til þess að ná stjórn á Bani Walid í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gaddafi er enn í felum. Mynd/ AFP.
Gaddafi er enn í felum. Mynd/ AFP.
Bráðabirgðastjórnin í Líbíu vonast til þess að ná bænum Bani Waild, sem er eitt síðasta vígi Muammars Gaddafis, á sitt band án bardaga í dag. Uppreisnarmenn telja að Gaddafi hafi verið í felum í borginni ásamt tveimur sona sinna en flúið þaðan í gær.

Hersveitir uppreisnarmanna eru staddir fáeinum kílómetrum fyrir utan bæinn og bíða rétta eftir rétta tækifærinu til þess að fara inn í bæinn.  Mahmoud Abdul Azil, einn uppreisnarmannanna, segir að barist hafi verið í nótt, en hersveitir Gaddafis hafi verið fyrri til að skjóta. Þeirri skothríð hafi verið svarað. Hersveitir Atlantshafsbandalagsríkja sveima yfir borginni og eru reiðbúnar til þess að veita uppreisnarmönnum stuðning ef þær þurfa þess með.

Mustafa Abdel Aziz, leiðtogi uppreisnarmannanna, var staddur í Benghazi í morgun eftir því sem fram kemur á fréttavef Reuters. Hann segir að uppreisnarmenn hafi náð þeim styrk að þeir geti farið inn í hvaða borg sem er. En til þess að forðast meiri blóðsúthellingar og skemmdir á opinberum stofnunum hafi verið ákveðið að gefa fylgjendum Gaddafis vikufrest til þess að gefast upp. Nú hafi þeir kjörið tækifæri til þess að ganga í lið með uppreisnarmönnum.

Gaddafi hefur verið í felum síðan hann fór frá Trípolí þann 23. ágúst síðastliðinn. Talsmaður hann segir að hann muni alls ekki gefast upp og hann njóti enn stuðnings öflugra hersveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×