Erlent

Dominique Strauss-Kahn líklegast á heimleið

JHH skrifar
Talið er að Strauss-Kahn hafi verið á leið til Frakklands.
Talið er að Strauss-Kahn hafi verið á leið til Frakklands. Mynd/ afp.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, yfirgaf íbúð sína í New York í dag. Talið er að hann hafi ætlað til Frakklands, en það er heimaland hans.

Strauss-Kahn var með eiginkonu sinni, Anne Sinclair, og dóttur sinni, Camille, þegar hann yfirgaf heimili sitt í New York. Hann var með mikinn farangur með sér, eftir því sem AP fréttastofan greinir frá. Hann vildi ekki segja fjölmiðlamönnum hvert hann ætlaði.

Ef hann er á leiðinni til Frakklands er það í fyrsta sinn sem hann fer þangað síðan hann var handtekinn í maí, grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn herbergisþernu á hóteli.

Strauss-Kahn var í viku í fangelsi, sex vikur í stofufangelsi og næstum því tvo mánuði í farbanni þar til saksóknarar létu málið falla niður í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×