Erlent

Norðmönnum berast hótanir

Norðmenn glíma enn við eftirmála harmleiksins þann 22. júlí síðastliðinn. Mynd/ AFP.
Norðmenn glíma enn við eftirmála harmleiksins þann 22. júlí síðastliðinn. Mynd/ AFP.
Fjölmörgum norskum stofnunum, sem staðsettar eru utan Noregs, hefur borist hótanir eftir ódæðið í Útey. Talið er að þarna séu á ferðinni hægriöfgamenn sem vilji fá meiri athygli. Hótanirnar eru bæði skriflegar og munnlegar og hafa þær orðið til þess að öryggisviðbúnaður þessara stofnana hefur verið aukinn.

Um er að ræða sendiráð, aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki sem tala máli Norðmanna utan Noregs, eftir því sem fram kemur á vef Aftenposten. Eitt þeirra sendiráða sem hefur fengið slíka hótun er norska sendiráðið í Helsinki í Finnlandi. Þangað barst skrifleg hótun sem lögreglumenn rannsaka. Þá hefur sendiráðinu í Amman í Jórdaníu einnig borist hótanir.

Þá barst Norsku stofnuninni í Róm á Ítalíu hótun í gegnum síma. Stofnunin er hluti af Háskólanum í Osló og þar stunda nemendur fornleifafræði og lista- og menningarsögu. Lögreglan í Róm tók hotununum mjög alvarlega og rannsakar hún málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×