Erlent

Lögreglan í Kaupmannahöfn ræðst gegn glæpagengjum

Yfir þrjú hundruð lögreglumenn tóku þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í Kaupmannahöfn gegn skipulögðum glæpagengjum í borginni.

Það er sérsveit sem kallast Task Force One sem stjórnaði aðgerðunum en hún berst gegn skipulögðum glæpum í Danmörku.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum hefur lögreglan ráðist inn á eina 30 staði í borginni og þar hafa meðal annars fundist töluvert magn af skotvopnum. Að minnsta kosti sex hafa verið handteknir.

Aðgerðin hófst klukkan fimm í nótt að staðartíma og lauk nú um átta leytið.

Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er fjöldi skotárása á vegum þessara glæpagengja í Kaupmannahöfn undanfarnar vikur og mánuði. Árásir sem eru liður í baráttu gengjanna um fíkniefnamarkað borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×