Innlent

Heiðruð fyrir sjálfboðastarf

Hróshópurinn afhenti viðurkenningar fyrir framlag í þágu samfélagsins í gær. Fréttablaðið/Stefán
Hróshópurinn afhenti viðurkenningar fyrir framlag í þágu samfélagsins í gær. Fréttablaðið/Stefán
Hróshópurinn heiðraði í fyrradag fjölmarga einstaklinga og hópa fyrir framlag þeirra í þágu betra samfélags.

Viðurkenningarnar voru veittar við athöfn í Tjarnarsalnum í Ráðhúsinu í Reykjavík en tilgangurinn með starfi Hróshópsins er „að heiðra sjálfboðastarf og vekja athygli á þeirri samfélagslegu meðvitund sem hefur komið fram í starfi margs konar grasrótarhópa sem hafa sprottið upp í kjölfar bankahrunsins“ eins og segir á vef hópsins.

Meðal þeirra sem hlutu viður­kenningu hópsins var söngvaskáldið Hörður Torfason, sem tók lagið við þetta tilefni og hvatti viðstadda að lokum til þess að senda forseta Íslands áskorun um að mál gegn nímenningum svokölluðu yrði látið niður falla.- þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×