Erlent

Götubardagar í Kairó og Alexandríu

Til götubardaga kom í gærkvöldi og nótt í Kaíró og Alexandríu þegar mótmælendum lenti saman við hópa stuðningsmanna Hosni Mubarak forseta landsins.

Tilkynnt var um einstaka skotbardaga og grjótkast á milli þessara fylkingina. Hermenn í brynvörðum bílum komu í veg fyrir að átökin breiddust út.

Götubardagarnir hófust í kjölfar yfirlýsingar Mubaraks um að hann myndi sitja áfram sem forseti fram að kosningum sem halda á í haust en þá myndi hann leggja niður völd.

Sú yfirlýsing var ekki nóg til að kveða niður hina miklu óánægju og reiði sem ríkir í Egyptalandi. Allsherjarverkfall hefur verið boðað í landinu í dag.

Barack Obama bandaríkjaforseti ræddi við Hosni Mubarak í gærkvöldi og hvatti hann til að hefja stjórnarskipi í landinu strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×