Innlent

Árás á æðstu stjórn ríkisins

Vigdís Hauksdóttir segir að um hafi verið að ræða árás á æðstu stjórn ríkisins.
Vigdís Hauksdóttir segir að um hafi verið að ræða árás á æðstu stjórn ríkisins.
Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki segir að tenging ómerktrar tölvu við tölvukerfi þingsins hafi verið árás á æðstu stjórn ríkisins. Í fyrirspurn til þingforseta spyr hún hvort athygli ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þeirri staðreynd.

Vigdís spyr margs annars, til dæmis hvort forsætisnefnd hafi komið saman til ákvarðanatöku vegna málsins, hvers vegna tölvudeild þingsins hafi verið forseta til ráðgjafar, hvers vegna ríkislögreglustjóri hafi ekki verið kallaður út, hvers vegna þingmenn voru ekki látnir vita og hvort formaður VG hafi verið upplýstur um málið.

Þá spyr Vigdís hvort einhverjar spurningar hafi vaknað hjá þingforsetanum þegar í ljós kom að tölvan var tengd inn á netið sama dag og umræður um Ice­save hófust á ný í þinginu.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×