Innlent

Upplýsingum haldið frá stofnfjáreigenum Sparisjóðanna

SB skrifar
Vilhjálmur Bjarnason segir upplýsingum hafa verið haldið frá stofnfjáreigendum.
Vilhjálmur Bjarnason segir upplýsingum hafa verið haldið frá stofnfjáreigendum.
Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar Alþingis, segir fjölda rannsóknarbeiðna bíða þess að verða afgreiddar úr nefnd. Málefni Sparisjóðs Keflavíkur hafa verið í kastljósinu síðustu daga en rannsókn á sparisjóðunum er enn ekki hafin.

„Allt það sem er að gerast í kringum þessa sparisjóði gerir það nauðsynlegt að fara í að klára þessi mál," segir Róbert Marshall sem staddur var í Yemen þegar Vísir náði tali af honum en hann var í Kaíro um helgina.

Fram hafa komið upplýsingar um umdeildan starfslokasamning Geirmunds Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík og í kvöldfréttum Rúv í gær var sagt frá því að skuldir sonar Geirmunds hafi verið afskrifaðar rétt fyrir yfirtöku ríksins.

Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags Fjárfesta, segir mál fyrrverandi sparisjóðsstjórans ekki það alvarlegasta við fall sparisjóðanna.

„Sorglegast er að árið 2006 og 2007 var upplýsingum haldið frá stofnfjáreigendum. Samkvæmt ályktun Alþingis á rannsókn að fara fram en hún hefst væntanlega ekki fyrr en um páska."

Róbert Marshall segir fjölda beiðna um rannsókna bíða þess að verða samþykktar. Þá liggi jafnframt fyrir frumvarp sem tekur til reglugerða um rannsóknarnefndir almennt. Þá fyrst og það mál verði klárað sé hægt að afgreiða þær rannsóknarbeiðnir sem þegar liggi fyrir.

„Það hafa komið fram beiðnir um rannsókn á aðgerðum stjórnvalda út af Iceasve, rannsókn um einkavæðingu bankanna, rannsókn á Íbúðalánasjóði sem þegar er búið að afgreiða frá ríkinu. Þessar rannsóknir munu allar fara í farveg," segir Róbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×