Erlent

Tugþúsundir flýja undan risavöxnum hvirfilbyl í Queensland

Tugþúsundir manna hafa flúið heimili sín í Queensland í Ástralíu en í kvöld mun risavaxinn fellibylur skella á landinu.

Bylurinn hefur hlotið nafnið Yasi og er af styrkleika fimm eða þeim hæsta sem gefinn er. Vindstyrkurinn er yfir 80 metrar á sekúndu.

Samkvæmt frétt um málið á BBC hefur lögreglan í borgum á svæðinu hvatt íbúanna til að flýja í hvelli en lögreglan nýtur aðstoðar hersins við að flytja íbúana á brott áður en Yasi skellur á. Talið er að yfir 400.000 manns búi á því svæði sem áætlað er að Yasi fari um.

Eins og kunnugt er af fréttum þurftu íbúar Queensland að glíma við verstu flóð þar í manna minnum fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×