Innlent

Varað við stormi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Soffía Sveinsdóttir er veðurfréttamaður á 365 miðlum.
Soffía Sveinsdóttir er veðurfréttamaður á 365 miðlum.
Spáð er stormi um suður og vesturströndina í kvöld, segir Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttamaður hjá 365 miðlum. Hún segir að það muni hvessa fyrst allra syðst og síðan sums staðar við vesturströndina, Faxaflóa og á Snæfellsnesi.

„Ég býst við miklum éljagangi, þannig að það gæti orðið lítið skyggni eða jafnvel blint í mestu hryðjunum," segir Soffía. Það verði því ekkert ferðaveður. Hún segir að óveðrið muni teygja sig eitthvað fram á morgundaginn en það fari að lægja um hádegið.

Að sögn Soffíu verður veðrið verst á Suðurlandi, t.d. undir Eyjafjöllum, á Reykjanesi og við Faxaflóa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×