Innlent

Nýtt framboð kom verulega á óvart

María Elísabet skrifar
Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs
Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs

„Það er fiðringur í fólki og tilfinningin er að margir séu byrjaðir að kjósa, en meiri kjörsókn var fyrri daginn í fyrra til dæmis," segir Jens Fjalar Skaptason núverandi formaður stúdentaráðs.

Klukkan 9:00 í morgun gátu stúdentar við Háskóla Íslands byrjað að kjósa fulltrúa til stúdentaráðs og Háskólaráðs. Fjögur framboð eru í boði, Röskva hagsmunasamtök stúdenta, Vaka félag Lýðræðissinnaðra stúdenta, Skrökva félag flokksbundinna framapotara og glænýtt framboð Stúdentafélags hægrimanna en þeirra markmið er auka þjónustu við nemendur.

Fyrstu upplýsingar um kjörsókn koma í ljós klukkan 18:00 í dag. Kjörstjórn mun tilkynna öllum framboðum úrslitin samtímis í fyrsta lagi klukkan 23:00 annað kvöld. Kosningin fer fram með rafrænum hætti í gegnum innranet skólans. Hægt verður að kjósa á milli klukkan 9:00 og 18:00 í dag sem og á morgun.

„Nýja framboð Stúdentafélags Hægrimanna kom verulega á óvart enda kom það skyndilega og án nokkurs fyrirvara," segir Jens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×