Erlent

Íslendingur í Kaíró: Þetta var eins og að horfa á Ben-Hur

Valur Grettisson skrifar
Jón Björgvinsson fékk að kenna á því í Kairó á dögunum. Nú er hann fastur á hótelherbeginu.
Jón Björgvinsson fékk að kenna á því í Kairó á dögunum. Nú er hann fastur á hótelherbeginu.

„Staðan er sú að öryggisverðir voru að berja á dyrnar hjá mér á hótelherberginu og báðu mig um að taka ekki myndir út á svölunum," segir fréttamaðurinn Jón Björgvinsson sem er staddur í Kaíró í Egyptalandi þar sem mótmælendur og stuðningsmenn Mubaraks berjast harkalega um Frelsistorg. Í miðju samtali við Vísi lýsti Jón því að hann væri að horfa á logandi Molotov-kokkteila fljúga yfir torgið auk þess sem herinn sprautaði vatni og táragasi yfir stríðandi fylkingar.

Það var upp úr hádegi í dag sem stuðningsmenn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, réðust á mótmælendur. „Þetta var eins og að horfa á kvikmyndina Ben-Hur þegar ég sá riddarasveit koma ríðandi á hestum og úlföldum eftir götunum hérna," segir Jón sem var staddur nálægt torginu þegar átökin brutust út.

Mótmælin eru hörð.

Hann segir átökin frekar frumstæð, mótmælendur og stuðningsmenn berjast með bareflum og steinum en ekki skotvopnum.

„Það eru kannski góðu fréttirnar," segir Jón sem hættir sér ekki út af hótelinu í kvöld vegna ástandsins. Jón segir átökin hafa í raun brotist út eftir að Mubarak tilkynnti að hann ætlaði að sitja áfram sem forseti fram að lýðræðislegum kosningum. Í kjölfarið hafi þúsundir gert atlögu að hópnum, en Jón telur að hópurinn líti svo á að þjóðin geti þolað stjórn Mubaraks í nokkra mánuði í viðbót.

„En það eru allir tiltölulega jafn þreyttir á honum," segir Jón sem segir almenning samt sem áður óttast ótryggt ástand og það virðist hafa orðið kveikjan að átökunum.

Aðspurður hvað taki nú við segir Jón að stuðningsmenn Mubaraks séu búnir að umkringja Friðartorgið og það sé augljóst markmið hópsins að ná því á sitt vald. Jón gerir ráð fyrir því að það gerist ekki án átaka.

Aðspurður segist Jón öruggur þar sem hann er núna.


Tengdar fréttir

Aukin harka í mótmælunum í Egyptalandi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir í mótmælunum í Egyptalandi síðastliðna tvo daga. Stjórnvöld óttast áframhaldandi mótmælahrinu. Átök mótmælanda við lögreglu hafa verið afar ofbeldisfull.

Stuðningsmenn Mubaraks berja á mótmælendum

Stuðningsmenn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, berjast við mótmælendur á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi. Skothljóð hafa heyrst samkvæmt fréttastofu Al-Jazeera en mótmælendum og stuðningsmönnum Mubaraks lenti saman stuttu fyrir klukkan tvö í dag.

Mubarak ætlar að hætta

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ætlar ekki að bjóða sig fram í endurkosningum sem fram fara í landinu í september. Gríðarleg mótmæli hafa verið gegn stjórn hans að undanförnu og fara þau enn vaxandi. Í samtali við ríkissjónvarpsstöð í Egyptalandi hét Mubarak endurbótum á

Fréttamaður barinn í Kaíró: Er því miður allt of vanur þessu

„Ég kenni lögreglunni um hvernig fór. Hún bara sigaði múginum á okkur," segir Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV, sem varð fyrir árás æstra íbúa Kaíróborgar í morgun. Jón var þar ásamt fréttateymi að vinna efni fyrir svissneska sjónvarpið. Honum var ýtt í götuna, hann barinn og fötin hans rifiin, auk þess sem tækjabúnaður hans er ónýtur.

Ráðuneytið ræður fólki frá ferðalögum til Egyptalands

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist náið með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Á annað hundrað manns hafa látist í mótmælunum sem staðið hafa þar yfir undanfarna viku. Þúsundir Egypta mótmæla nú á götum úti í stærstu borga landsins og sem fyrr krefjast þeir að Hosni Mubarak láti af völdum sem forseti. Mikið er um rán og gripdeildir í landinu samhliða mótmælunum, brotist hefur verið inn í fjölda verslana sem og þjóðminjasafnið í Kaíró.

Mubarak stokkar upp í ríkisstjórninni

Mubarak forseti Egyptalands hefur tilkynnt um breytingar í ríkisstjórn sinni en mótmæli gegn stjórnvöldum í landinu fara enn vaxandi.

Þrír látnir og þúsundir slasaðir eftir mótmæli í Kairó

Að minnsta kosti þrír létust í ofbeldisfullum mótmælum í Kairó í Egyptalandi í gær en lögreglan batt í nótt enda á óeirðirnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja óeirðirnar í gær marka upphafið af endinum á valdatíð núverandi stjónrvalda.

Útgöngubann sett á Egyptalandi

Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta.

Gríðarlega fjölmenn mótmæli í Kairó

Mótmælendur streyma að Frelsistorginu í Kairó höfuðborg Egyptalands en þeir stefna að því að milljón manns gangi að forsetahöllinni í borginni síðar í dag til að krefjast afsagnar Hosni Mubaraks forseta landsins.

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Fjölskyldan í Kaíró: Ég myndi öskra

Egypsk kona sem býr hér á landi segist óttast um afdrif fjölskyldu sinnar í Kairó. Sjálf myndi hún taka þátt í mótmælunum ef hún væri í landinu. Tala látinna er komin yfir hundrað og mörg þúsund eru særðir. Herþotur sveima yfir Kairó og mótmælendur ráða yfir götunum.

Sonur Mubaraks flýr land

Sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, flúði land í gær samkvæmt arabískum fjölmiðlum eftir að óeirðir brutust út í Kairó með þeim afleiðingum að þrír létust og þúsundir slösuðust.

Hermenn taka þátt í mótmælunum

Fjölmennt lið hermanna er nú á götum Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, en hermennirnir halda sér alfarið til hlés og láta mótmælendur óáreitta. Það sama má segja um lögreglumenn. Þá berast fréttir um að fjölmargir her- og lögreglumenn hafi slegist í lið með mótmælendum.

Ráðist á Íslending í Kaíró

Ráðist var á fréttaritara Ríkisútvarpsins, Jón Björgvinsson, sem staddur er í Egyptalandi. Jón var á ferð um fátækrahverfi í höfuðborginni Kaíró ásamt félögum sínum þegar íbúar gerðu aðsúg að þeim. Að sögn Ríkisútvarpsins var Jón barinn í götuna og tökuvél hans brotinn.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Þjóðarleiðtogar þrýsta á Mubarak

Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað síðan að mótmælin hófust á þriðjudaginn samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Þúsundir eru særðir. Stjórnvöld halda nú, sjötta daginn í röð, áfram að berjast við mótmælendur, 17 voru skotnir af lögreglu þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó.

Götubardagar í Kairó og Alexandríu

Til götubardaga kom í gærkvöldi og nótt í Kaíró og Alexandríu þegar mótmælendum lenti saman við hópa stuðningsmanna Hosni Mubarak forseta landsins.

Mubarak virði rétt Egypta til að mótmæla

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvetur stjórnvöld í Egyptalandi til að hafna ofbeldi og virða rétt almennings til að mótmæla og tjá skoðanir sínar, þetta kom fram í sjónvarpsávarpi hans í gærkvöld. Hann lagði áherslu á að Egyptar héldu grundvallar mannréttindum sem Bandaríkin myndu berjast fyrir hvar sem er í heiminum. Með þessu vildi Obama hvetja stjórnvöld til að opna fyrir internet, samskiptasíður og símalínur sem lokað var eftir að átökin brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×