Innlent

Segir sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir 30 ára samfylgd

Andrés Magnússon sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum.
Andrés Magnússon sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum.

Blaðamaðurinn Andrés Magnússon tilkynnti á Facebook fyrir stundu að hann væri búin að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir 30 ára samfylgd. Hann segir ástæðuna afstöðu Sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd sem sendu frá sér tilkynningu í dag um að þeir myndu styðja nýtt Icesave-frumvarp.

Í athugasemdakerfinu skrifar Andrés: „[...,] þetta eru svik. Ríkisvaldinu ber ekki að leita að einhverri „bestun" í hagsmunagæslu fyrir borgarana, heldur að standa á réttinum. Þarna þykir mér Sjálfstæðisflokkurinn fara svo hrapallega af leið að leiðir skilja. — Íslandi allt!"

Andrés hefur lengi verið yfirlýstur Sjálfstæðismaður og hefur unnið á Morgunblaðinu, Blaðinu, Viðskiptablaðinu og fleiri fjölmiðlum í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×