Innlent

Varað við launhálku - gangandi hvattir til þess að nota mannbrodda

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Nokkur óhöpp hafa orðið í nótt og í morgun vegna gríðarlegrar launhálku sem hefur komið ökumönnum í opna skjöldu. Í einu umferðaróhappinu varð bifreiðin óökufær á eftir þar sem hjólabúnaður hennar skemmdist eftir að hafa hafnað á kantsteini.

Samkvæmt lögreglunni er um að ræða svokallaða blackice-hálku, sem er ekki sýnileg. Ökumenn eru því hvattir til þess að huga vel að akstri sínum en fyrrnefnd tjón eru talin mega rekja til þess að ökumenn hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu.

Gangandi vegfarendur þurfa að líka að huga að hálkunni á gangstígum og eru hvattir til að nota mannbrodda. Borgarstarfsmenn hafa saltað helstu stofnæðar en tekið er fram að hliðargötur verði ekki hálkuvarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×