Innlent

Mótmæli skipulögð í Alsír - búist við átökum

Mótmælin í Egyptalandi voru mjög hörð á tímabili.
Mótmælin í Egyptalandi voru mjög hörð á tímabili.

Yfirvöld í Alsír búa sig undir víðtæk mótmæli víða um landið í dag, en þau eru skipulögð af stjórnarandstöðuhreyfingum í landinu sem krejast umbóta. Skipulögð mótmæli eru ekki leyfð í Alsír og því óttast margir að til átaka gæti komið á milli mótmælenda og lögreglu.

Forseti Alsír er Abdelaziz Bouteflika en hann hefur setið í embætti síðan 1999, allan tímann í skjóli neyðarlaga sem meðal annars heimilar stjórnvöldum að þagga niður í öllum þeim sem gagnrýna forsetann og ríkisstjórn hans.

Bouteflika hefur nú lofað því að aflétta neyðarlögunum og færa ýmsar umbætur í lög, eflaust óttasleginn að farið gæti fyrir honum eins og Ben Ali í Túnis og Mubarak í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×