Erlent

Handtekinn fyrir að neita að slökkva á símanum í lendingu

Flugvél frá flugfélaginu Southwest Airlines
Flugvél frá flugfélaginu Southwest Airlines Mynd úr safni
Það getur borgað sig að slökkva á farsímanum sínum þegar sest er upp í flugvél. Það fékk farþegi á leið frá Phoenix til Texas í Bandaríkjunum að kynnast á dögunum.

Þeir sem sest hafa upp í flugvél þekkja það þegar að röddin í flugfreyjunni biður farþega um að slökkva á farsímum sínum á meðan flugi stendur.

Farþegar með flugfélaginu Southwest Airlines urðu vitni að því þegar að einn farþeginn neitaði að slökkva á símanum sínum þegar flugvélin var byrjuð að lækka flugið og var tilbúin til lendingar.

Þegar flugfreyjan bað manninn vinsamlegast um að slökkva á símanum - brást hann illa við og neitaði hreinlega að fara eftir skipunum hennar en bylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum geta haft áhrif á fjarskipti flugstjórans við flugturninn í flugtaki og lendingu.

Þrátt fyrir að maðurinn hafi verið með kveikt á símanum sínum og verið að leika sér í honum á meðan lendingu stóð, gekk lendingin vel. En þegar flugvélin var komin upp að flugstöðvarbyggingunni var maðurinn handtekinn.

Hann á yfir höfði sér ákæru vegna athæfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×