Innlent

Neyðarljós sást á lofti

Björgunarbátur
Björgunarbátur
Um klukkan hálf fimm í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þrátt fyrir ítarlega leit umhverfis eyjar og með strandlengju Kollafjarðar fannst ekki neitt sem skýrt gæti neyðarljósið.

Í samráði við lögreglu var björgunaraðgerðum svo hætt klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×