Innlent

Mikil óánægja með Jón Gnarr

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Mynd Arnþór
Rétt tæplega 62 prósent eru óánægð með störf Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun MMR. Þar kemur fram að 38,3 prósent aðspurðra eru ánægð með störf borgarstjórans.

Þetta er talsverð breyting frá viðhorfi almennings til borgarstjórans fyrir ári síðan. Þá sögðust 22,4 prósent óánægð með störf borgarstjórans en 77,6 prósent voru ánægð.

Veðrið í sumar hefur þó ekki vakið sömu lukku og veðrið í fyrra því 62, prósent þeirra sem tóku afstöðu núna sögðust vera ánægðir með það borið saman við 94,7 prósent fyrir ári síðan.

Annars voru Íslendingar almennt sáttir með nágranna sína, sumarfríið og vinnuna og svörin svipuð niðurstöðum frá síðasta ári.

Svarfjöldi voru 818 einstaklingar. Könnunin var framkvæmd 15.-18. ágúst 2011.

Hægt er að nálgast könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×