Innlent

Stöðvuðu kannabisræktun í fjölbýlishúsi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 10 kannabisplöntur, auk græðlinga samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Þá voru fjórir ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt en þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi.

Þetta voru þrír karlar, 32-46 ára, og ein kona á sjötugsaldri. Tvær aðrar konur voru stöðvaðar í umferðinni í gær en þær höfðu þegar verið sviptar ökuleyfi. Önnur þeirra er rúmlega tvítug en hin er á sextugsaldri.

Þrjú innbrot voru svo tilkynnt til lögreglunnar í gær. Brotist var inn í skúr og geymslu í miðborginni og þaðan stolið ýmsu dóti. Þá var brotist inn í bíl í vesturbænum og úr honum tekin verkfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×