Erlent

Nýjar myndir af tunglinu sýna glöggt mannaferðir fyrri ára

Mynd/Ap-NASA
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sendi í gær frá sér hágæða myndir sem teknar eru af mannlausu geimfari sem hefur sveimað um tunglið undanfarinn mánuð. Á myndunum sjást greinileg ummerki eftir geimförin sem fóru þangað fyrir um það bil fjörtíu árum síðan. En þau geimför voru kölluð Apollo 12, Apollo 14 og Apollo 17.

Á myndunum sést til að mynda hvar geimförin lentu á sínum tíma. Jim Green, deildarstjóri hjá NASA, segir að þessar myndir sýni vel hve mikið afrek þessar geimferðir voru á sínum tíma og hvetji til frekari rannsókna á sólkerfinu okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×