Erlent

Óvíst um samþykki þingsins

Mótmælendurnir segja sparnaðaraðgerðir stjórnarinnar ranglátar.fréttablaðið/AP
Mótmælendurnir segja sparnaðaraðgerðir stjórnarinnar ranglátar.fréttablaðið/AP
Mannlíf á Ítalíu lamaðist að mestu í gær þegar efnt var til allsherjarverkfalls um land allt.

Landsmenn vildu með þessu mótmæla ströngum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Um leið var settur þrýstingur á stjórn Silvio Berlusconi, sem þarf að sannfæra taugaóstyrka markaði um að hún geti náð tökum á skuldavanda ríkisins.

Stjórnin er engan veginn örugg um að meirihluti sé á þingi fyrir aðhaldsaðgerðunum, en sagðist í gær ætla að láta þingmenn jafnframt greiða atkvæði um stuðningsyfirlýsingu við stjórnina þegar aðhaldsfrumvarpið verður borið undir atkvæði á þinginu.

Mestallar samgöngur, jafnt á landi sem á sjó og í lofti lágu niðri í gær, auk þess sem framleiðsla flestra fyrirtækja stöðvaðist og ríkisstofnanir voru að miklu leyti lokaðar.

„Við erum í verkfalli gegn aðgerðum sem er ranglátar,“ sagði Susanna Camusson, leiðtogi verkalýðsfélagsins CGIL. „Við erum í verkfalli gegn aðgerðum sem eru ábyrgðarlausar og setja allar byrðarnar á starfsfólk í opinbera geiranum.“

Aðhaldsaðgerðirnar, sem stjórnin hefur boðað, hafa sætt mikilli gagnrýni og óvissa ríkir um hvort þær nægja til að ná tökum á skuldavandanum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×