Innlent

Bankastjórnendur á hrauninu - Halldór yfirheyrður á morgun

Sigurjón leiddur fyrir dómara.
Sigurjón leiddur fyrir dómara.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, dveljast nú á Litla Hrauni í gæsluvarðhaldi en þeir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í ellefu daga annars vegar og sjö daga hins vegar.

Þeir eru grunaðir um að bera ábyrgð á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun í rekstri bankans. Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru kærðir til Hæstaréttar. Halldór J. Kristjánsson sem var bankastjóri við hlið Sigurjóns er væntanlegur til landsins á morgun og hefur hann verið boðaður í skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×