Innlent

Ellefu slasaðir í tveimur óhöppum á Reykjanesbrautinni

Eins og sést þá var áreksturinn nokkuð harður.
Eins og sést þá var áreksturinn nokkuð harður. Mynd / Baldur

Ellefu manns voru fluttir á spítala eftir tvö óhöpp á Reykjanesbrautinni um klukkan fjögur í dag. Um er að ræða tvö ótengd óhöpp.

Annars vegar skullu tvær bifreiðar harkalega saman með þeim afleiðingum að átta manns slösuðust. Þar af einn alvarlega. Slökkviliðið þurfti að klippa ökumann út úr annarri bifreiðinni.

Í hinu tilvikinu valt bifreið og slösuðust þrír. Annað óhappið varð í Kúagerði nærri Straumsvík. Bílveltan varð skammt frá. Alls fóru átta sjúkrabílar á vettvang auk tveggja tækjabíla frá slökkviliðinu.

Varað er við flughálku á Reykjanesbrautinni en Vegagerðin vinnur að því að salta veginn.


Tengdar fréttir

Sex sjúkrabílar sendir á slysstað

Sex sjúkrabílar voru sendir á slysavettvang á Reykjanesbrautinni við Kúagerði. Þar varð árekstur vegna mikillar hálku rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Harður árekstur á Reykjanesbrautinni

Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni, í Kúagerði nærri Straumsvík, fyrir stundu. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi sagði glerhált á Reykjanesbrautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×