Erlent

Svið á tónleikahátíð hrundi í miklu óveðri

Frá hátíðinni í Belgíu
Frá hátíðinni í Belgíu
Að minnsta kosti tveir ertu látnir og um fjörutíu eru slasaðir eftir að svið á Pukkelpop-tónlistarhátíðinni í Belgíu hrundi í miklu óveðri sem gekk yfir svæðið í dag. Fjölmiðlar í Belgíu segja þó að tala látinni kunni að hækka.

Hátíðin er um 65 kílómetra frá Brussel og eru um 60 þúsund tónleikagestir á henni. Hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Evrópu. Mikið rok og rigning er á svæðinu og eru aðstæður á svæðinu vægast sagt hrikalegar.

Samkvæmt belgískum fjölmiðlum rifnaði tré upp með rótum og féll á sviðið.

Fimm létust í síðustu viku í Indiana í Bandaríkjunum þegar að svið hrundi á tónleikahátíð þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×