Erlent

Verðlaunablaðamaður handtekinn vegna símahlerana

Handtakan vekur upp spurningar hvort símahleranir hafi viðgengist í Bandaríkjunum.
Handtakan vekur upp spurningar hvort símahleranir hafi viðgengist í Bandaríkjunum.


Blaðamaðurinn James Desborough var í morgun handtekinn í tengslum við símahleranirnar á fjölmiðlinum News of the World. Handtakan er merkileg fyrir þær sakir að Desborough starfaði hjá útgáfu blaðsins í Los Angeles í Bandaríkjunum frá því í apríl 2009. Það vekur upp spurningar hvort Desborough notaði símahleranir í Bandaríkjunum, og þá hvort hann var sá fyrsti og eini.

James Desborough var valinn slúðurfréttamaður ársins á bresku blaðamannaverðlaununum árið 2009 . Viðurkenninguna fékk hann fyrir „miskunarlausar fréttir sínar sem þýða að engin stórstjarna getur sofið róleg". Eftir hann flutti til Bandaríkjanna hélt hann uppteknum hætti og hlaut lof fyrir að „búa yfir upplýsingum sem jafnvel nánustu fjölskyldumeðlimir vita ekki af".

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×