Viðskipti erlent

Vikan endaði í smávegis plús

Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu lítillega í gær eftir sleitulítið verðfall í vikunni.

Fallið skýrðist af ótta fjárfesta við aðra efnahagskreppu vegna skuldavanda verst settu evruríkjanna, ekki síst Grikklands. Þá dró bandaríski seðlabankinn ekki úr ótta þeirra er hann varaði við veikri stöðu efnahagslífsins.

Þetta leiddi til þess að fjárfestar seldu hlutabréf sín í stórum stíl með tilheyrandi verðfalli. Annað eins hefur ekki sést frá 2008, að sögn fréttastofu Reuters. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×