Erlent

Fjórar milljónir þurfa aðstoð í Sómalíu

Tugir þúsunda hafa þegar látið lífið og er meira en helmingur þeirra börn.
Tugir þúsunda hafa þegar látið lífið og er meira en helmingur þeirra börn. Mynd/AP
Aldrei hafa fleiri þurft matvælaaðstoð í Sómalíu en talan er komin í fjórar milljónir og þar af eru 750 þúsund manns taldir í bráðri hættu að verða fyrir hungurdauða, hefur fréttastofa CNN eftir Sameinuðu þjóðunum í dag. Hungursneiðin sem stafar af mestu þurrkum sem herjað hafa á landið í 60 ár heldur áfram að breiðast út og hefur nú náð sjötta landssvæðinu. Óttast er að ástandið muni versna til muna á næstu mánuðum.

Tugir þúsunda hafa þegar látið lífið og er meira en helmingur þeirra börn. Af þeim fjórum milljónum sem þurfa á neyðaraðstoð að halda eru þrjár milljónir í suðurhluta landsins en sú tala hefur risið úr 2.4 milljónum fyrir átta mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×