Innlent

Fundi ASÍ og SA lokið án niðurstöðu

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands lauk upp úr klukkan hálf fjögur. Fundinum lauk án nokkurrar formlegrar niðurstöðu. Frekari fundarhöld hafa ekki verið ákveðin.

Rætt hefur verið um að reyna að semja til þriggja ára og einhvers konar aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segist engin fyrirheit hafa fengið frá stjórnvöldum, en þó finni hann vilja til að koma að málum.

En Gylfi er segist ósáttur við kröfu Samtaka atvinnulífsins um að engar breytingar verði á kvótakerfinu. Að sögn hans gengur það ekki að sjávarútvegsmálin séu tekin í gíslingu á vinnumarkaðnum, Samtök atvinnulífsins fái ekki að nota kjaraviðræður til að þrýsta á ríkisstjórnina um hugðarefni útvegsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×