Innlent

Mjólkin hækkar um 4,56% í febrúar

Verð á nýmjólk mun hækka um 4,56% þann 1. febrúar n.k. að því er segir í tilkynningu frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir að Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki 1. febrúar n.k. um 2,25% að meðaltali. Þó þannig að nýmjólk hækkar hlutfallslega til jafns við hækkun til bænda. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bændum um 3,25 kr. á lítra mjólkur eða 4,56%.

Fram kemur að eftir hækkunina muni bændur fá 74,38 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Ástæður þessara verðhækkana eru hækkanir á breytilegum kostnaði til búrekstrar, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×