Erlent

Árásir sýrlenska hersins halda áfram þrátt fyrir andmæli

Assad Sýrlsandsforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framferði hersins.
Assad Sýrlsandsforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framferði hersins.
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hafa kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim til þess að mótmæla framgangi stjórnvalda þar í landi sem hafa barið miskunarlaust á mótmælendum síðustu vikur og mánuði. Abdullah konungur Sádí Arabíu segir að framferði Sýrlendinga sé ólíðandi og hvatti hann til þess að blóðbaðið verði stöðvað áður en það verður of seint. Samtök arabaríkja hafa einnig gefið út harðorða yfirlýsingu vegna málsins. Rúmlega áttatíu eru sagðir hafa látist í árásum stjórnarhersins í austurhluta landsins í gær.

Sýrlenski herinn hefur í morgun gert stórskotaliðsárásir á borgina Deir al-Zour í austurhluta landsins, annan daginn í röð. Mótmælendur og aðrir íbúar borgarinnar segja að hermenn á skriðdrekum séu komnir á ný inn í borgina en fimmtíu féllu hið minnsta í bardögum í gær. Talsmenn mannréttindasamtaka segja að sautján hundruð manns hafi fallið í landinu og að tugir þúsunda hafi verið hnepptir í varðhald síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×