Erlent

Yulia Tymoshenko föst í fangelsi

Yulia Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu ræðir við fjölmiðla, hún var handtekin fyrir vanvirðingu við réttinn sama dag.
Yulia Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu ræðir við fjölmiðla, hún var handtekin fyrir vanvirðingu við réttinn sama dag. Mynd/AP
Dómstólar í Úkraínu hafa hafnað kröfum um að fá fyrrverandi forsætisráðherra landsins lausa úr fangelsi gegn tryggingu, en réttað er yfir henni vegna ásakana um að hafa misnotað völd í starfi.

Yulia Tymoshenko var handtekin síðastliðinn föstudag fyrir að hafa vanvirt réttinn og brotið réttarfarsreglur. Réttarhöld yfir henni hófust seint í júní síðastliðnum en hún hefur verið ásökuð um misnotkun á valdi fyrir að hafa skrifað undir samning við Rússland sem saksóknarar segja að hafi verið Úkraínu óhagstæður.

Forsætisráðherrann fyrrverandi hefur gagnrýnt réttarhöldin og sagt málið vera tilraun núverandi forseta landsins, Viktor Yanukovych, til að koma í veg fyrir að hún bjóði sig fram í framtíðinni, en Tymoshenko er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Hún hefur í mótmælaskyni neitað að standa upp þegar hún ávarpar réttinn og ítrekað móðgað dómarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×