Íslenski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Daði Guðmundsson og félagar í Fram hafa fengið liðstyrk frá Skotlandi
Daði Guðmundsson og félagar í Fram hafa fengið liðstyrk frá Skotlandi Mynd/GVA
Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí.

Í frétt á heimasíðu Framara, www.fram.is, segir:

„Knattspyrnufélagið FRAM og Steven Lennon hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn leiki með félaginu út leiktíðina og með möguleika á framlenginu ef vel gengur.

Steven kom ásamt öðrum skota að nafni Scott Robertson og æfðu þeir félagar með meistarflokki karla í knattspyrnu um vikulangtskeið, Steven getur bæði leikið sem sókndjarfur miðjumaður og sem framherji, Hann er eins og Alan Lowing uppalinn hjá Rangers og spilaði 3 meistaraflokksleiki með þeim en spilaði á síðasta tímabili sem lánsmaður hjá Lincoln City.

Knattspyrnufélagið FRAM býður Steven velkominn í félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×