Innlent

Tónlistarnemar mótmæla fyrir utan ráðhús Reykjavíkur

Mótmælunum lýkur með fjöldasöng.
Mótmælunum lýkur með fjöldasöng. Mynd / Valgarður Gíslason

Á þriðja hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði til tónlistarskóla fyrir utan ráðhús Reykjavíkur. Mótmælin hófust formlega með tónlistaratriði klukkan hálf tvö. Þá verða lög eins og Maístjarnan, Ísland ögrum skorið og fleiri lög sungin.

Mótmælendur gengu fylktu liði frá Söngskóla Reykjavíkur að ráðhúsinu. Sigrún Grendal tónlistarkennari og formaður Félags tónlistarskólakennara, flytur síðan hvatningarræðu. Þá mun mótmælunum ljúka með fjöldasöng undir stjórn Garðars Cortes, skólastjóra Söngskólans í Reykjavík.

Frekari upplýsingar um mótmælin má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×