Enski boltinn

Redknapp reyndi að krækja í Rio Ferdinand

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Redknapp vill styrkja lið sitt. Mynd/Getty
Harry Redknapp vill styrkja lið sitt. Mynd/Getty
Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt að hann hafi reynt að semja við Rio Ferdinand, fyrirliða, Manchester United, síðastliðið sumar. Redknapp telur að liðinu skorti reynslu og leikmenn með leiðtogahæfileika.



Redknapp gerði tilboð í leikmanninn en forsvarsmenn Manchester United svöruðu að hann væri ekki til sölu.



„Líkurnar á því að semja við Rio eru engar. Ég hafði mikinn áhuga á leikmanninum á síðustu leiktíð og við reyndum mikið að ná samkomulagi við Manchester United, en það gekk ekki“.



„Þegar ég sá Rio á leikskýrslunni gegn Chelsea á miðvikudaginn  í Meistaradeild Evrópu vissi ég að liðið ætti virkilega góðan möguleika og það kom á daginn,“ sagði Redknapp.



Redknapp vill að lið sitt sýni stöðuleika og nái Meistaradeildarsæti á hverju ári.

 

„Ef lið ætla sér að vera í Meistaradeild Evrópu þá er nauðsynlegt að vera með hóp sem samanstendur af leikreyndum leikmönnum og ungum og efnilegum, en það er nóg af efnilegum strákum  í Tottenham,“ sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×