Innlent

Alhvít jörð síðast 1993 - Sumarveður á norður- og austurhluta landsins

Vetur konungur ætlar ekki að yfirgefa okkur.
Vetur konungur ætlar ekki að yfirgefa okkur. Mynd /Karen Kjartansdóttir
Jörðin hefur ekki verið alhvít í maímánuði í Reykjavík frá árinu 1993.

Snjólagið mældist mest í maí í Reykjavík árið 1987 en þá var það tæpir sautján sentimetrar. Í dag er það hins vegar sextán komma þrír sentimetrar. Veðurstofan segir kalda loftið liggja yfir vesturhluta landsins, enga hreyfingu á vindi sem endar því með snjókomu.

Jólaveðrið í maí er hins vegar ekki á Norður- og austurhluta landsins en þar er nú þrettán stiga hiti. Þá er búist við því að sannkallað sumarveður verði í dag á austurlandi en veðurstofa Íslands býst við sautján stiga hita og sólskini eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×