Innlent

Stóri kanilsnúðadagurinn - uppskrift

Á laugardaginn munu etja kappi fulltrúar nokkura bakaría ásamt fulltrúa veitingastaðar IKEA, um það hver bakar besta kanilsnúðinn.
Á laugardaginn munu etja kappi fulltrúar nokkura bakaría ásamt fulltrúa veitingastaðar IKEA, um það hver bakar besta kanilsnúðinn.
Stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur um helgina í IKEA. Markmiðið er að safna frjálsum framlögum fyrir Heilaheill, sem vinnur að hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa heilablóðfalls.

Kanilsnúðadagurinn er haldinn af sænskri hefð. Honum var komið á af sænska Heimabakstursráðinu (Hembakningsrådet), en það eru samtök sem hafa þann tilgang að veita almenningi innblástur í heimabakstri. IKEA á Íslandi ákvað að taka upp þennan skemmtilega sið og er þetta annað árið í röð sem haldið er upp á daginn hérlendis. Stóri kanilsnúðadagurinn gekk vonum framar í fyrra en þá runnu um 850 þúsund krónur til Grensásdeildar.

Á laugardaginn munu etja kappi fulltrúar nokkura bakaría ásamt fulltrúa veitingastaðar IKEA, um það hver bakar besta kanilsnúðinn. Keppendur munu baka í eldhússtúkum verslunarinnar fyrir gesti og þar verður hægt að gæða sér á afrakstrinum. Gestir geta svo lagt dóm sinn á það hver hefur bakað besta snúðinn með því að veita frjálsu framlagi í söfnunarbauk hjá viðkomandi keppanda. Allt það fé sem safnast mun renna óskipt til Heilaheilla að viðbættu framlagi IKEA sem mun nema sömu upphæð.

Að sögn Karls Viggós Vigfússonar, konditorimeistara og keppnisstjóra, er mikill keppnishugur í röðum þátttakenda og eru keppendur nú í óðaönn að þróa sína bestu kanilsnúðauppskrift. Allir bakararnir vinna sjálfboðavinnu og greiðir IKEA allan hráefniskostnað.

Það er til mikils að vinna því að vinningshafinn fær heiðursnafnbótina kanilsnúðameistari ársins 2011. Kanilsnúðailmur mun umlykja verlsunina um helgina og er því eftir miklu að slægjast fyrir unnendur kanilsnúða.

Fyrir áhugasama fylgir hér með kanilsnúðauppskrift




Fleiri fréttir

Sjá meira


×