Innlent

Nýta veðrið í strandferðir og Esjugöngur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks hefur nýtt blíðviðrið sem nú er á höfuðborgarsvæðinu í útivist það sem af er degi. Töluverður fjöldi fólks hefur nýtt daginn til þess að ganga á Esjuna. Þar á meðal voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit eiginkona hans sem voru þar á göngu með hundinn sinn.

Ylströndin í Nauthólsvík hefur verið vel sótt. Þá hafa margir litið við á sundstöðum borgarinnar til að kæla sig niður. Einhverjir hafa líka lagt leið sína niður í miðbæ til að skoða mannlífið þar.

Fjöldi fólks hefur gengið á Esjuna í dag. Mynd/ Gísli Berg.
Þótt áfram verði hlýtt er ekki víst að það verði tilefni til sólbaða á morgun eins og í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu víða um land í kvöld og nótt. Áfram verði skúrir á morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×