Innlent

Slökkviliðið sótti kött upp á þak

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Köttur á þaki.
Köttur á þaki.
Slökkviliðsmenn sóttu kött upp á þak húss í miðborg Reykjavikur snemma í gærkvöld. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að kisi hafi tekið vel á móti slökkviliðsmönnunum þegar að þeir komu til að sækja hann og hafi verið feginn því að komast niður af húsþakinu. Slökkviliðið segir að yfirleitt komist kettir niður af húsþökum af eigin rammleik, en einstaka sinnum berist útköll eins og þetta.

Annars var nóg um að vera hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum í gær og fóru þeir til dæmis 25 sjúkraflutninga. Þá var kveikt í bekk í Elliðaárdal og var slökkviliðið kallað út til að fást við eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×